Bjó í bílnum sínum áður en hún fór í meðferð

Mama June.
Mama June. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Mama June var komin á slæman stað áður en hún fór í meðferð fyrir 14 mánuðum. Hún og kærasti hennar Geno Doak bjuggu saman í bílnum áður en þau fóru saman í fíkniefnameðferð.

June er heldur betur núna búin að snúa blaðinu við og er í herferð til að vekja athygli á sínum nýjustu raunveruleikaþáttunum Mama June: Road to Redemption. Áður var hún með raunveruleikaþættina Mama June: From Not to Hot.

Hún glímdi við mikla fíkn sem komst upp þegar hún og Doak voru handtekin fyrir vörslu á fíkniefnum í mars 2019. Sumarið 2019 seldi hún hús sitt undir markaðsverði og flutti í bílinn sinn. Þau Doak keyrðu svo á milli spilavíta á suðurströnd Bandaríkjanna milli þess sem þau keyptu fíkniefni.

Eftir handtökuna missti hún forræði yfir yngstu dóttur sinni, Alönu Thompson eða Honey Boo Boo, og flutti hún til eldri systur sinnar Lauryn Shannon þar sem hún hefur búið síðan í apríl 2019. 

June fór svo í meðferð í janúar 2020 og hefur það að markmiði að geta haldið heimili fyrir dóttur sína sem er 15 ára.

„Markmiðið mitt er að taka einn dag í einu. Mig langar til að léttast aðeins, þú veist, það mun gerast á endanum, en að vera edrú og laga sambönd mín við börnin mín er það sem ég er með í forgangi,“ sagði Mama June. 

Us Weekly

mbl.is
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.