Natan Dagur slær í gegn í norska Voice

Natan Dagur Benediktsson stígur á sviðið í The Vocie í …
Natan Dagur Benediktsson stígur á sviðið í The Vocie í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Hinn 21 árs gamli Natan Dagur Benediktsson mun stíga á svið í 48 manna úrslitum í norska Voice í kvöld. Hann komst áfram eftir magnaða frammistöðu í blindum áheyrnarprufum sem sýndar voru í janúar. 

Eftir þáttinn í kvöld munu aðeins 24 keppendur standa eftir. Í þættinum, sem hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma á TV2, munu keppendur keppa í einvígi þar sem tveir syngja lag saman og dómarar velja hvor keppandinn kemst áfram.

Natan Dagur mun flytja lagið Take me to church með Hozier ásamt Alexu Valentinu.

Natan Dagur og Alexa Valentina etja kappi í kvöld.
Natan Dagur og Alexa Valentina etja kappi í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Áheyrnarprufa Natans Dags er sú vinsælasta úr þessari þáttaröð hins norska Voice en hún hefur verið spiluð yfir milljón sinnum á YouTube. Hún er sú þriðja vinsælasta frá upphafi Voice í Noregi en hin tvö lögin hafa verið mun lengur á YouTube en lag Dags. 

Í umfjöllun á vef TV2 segir að Natan Dagur sé einn af eftirlætiskeppendum áhorfenda keppninnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.