„Ég held að hún trúi þessu“

Woody Allen neitar að hafa brotið á dóttur sinni fyrir …
Woody Allen neitar að hafa brotið á dóttur sinni fyrir tæpum 30 árum. AFP

Leikstjórinn Woody Allen neitar enn og aftur að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni, Dylan Farrow, þegar hún var sjö ára. Viðtal sem Allen veitti bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í sumar birtist fyrst um helgina. 

„Hún var gott barn,“ sagði Allen um Dylan Farrow í viðtalinu. „Ég held að hún haldi þetta. Ég trúi því ekki að hún sé að búa þetta til. Hún er ekki að ljúga. Ég held að hún trúi þessu.“ 

Allen sagði að það væri ekki hægt að túlka neitt sem hann gerði með dóttur sinni sem kynferðislegt ofbeldi. Í viðtalinu lýsti hann ásökunum sem fjarstæðukenndum. Af hverju hefði hann átt að haga sér svona þá 57 ára gamall og aldrei verið sakaður um neitt?

Dyl­an Farrow, sem var ætt­leidd af Allen og þáver­andi konu hans, Miu Farrow, hef­ur greint frá því að hann hafi beitt hana kyn­ferðis­legu of­beldi þegar hún var sjö ára árið 1992. Ásakanir gegn Allen komu fyrst fram fyrir tæpum 30 árum en urðu aftur áberandi fyrir nokkrum árum. 

Margir leikarar hafa á undanförnum árum lýst yfir eftirsjá eftir að hafa unnið með Allen. Leikstjórinn telur stjörnurnar heimskar, þær meini vel en segir yfirlýsingarnar heimskulegar. „Það eina sem þau gera er að ofsækja saklausa manneskju og viðhalda þessari lygi.“

Viðtalið kemur í kjölfar heimildaþátta um Miu Farrow og Woody Allen. Viðtalið var tekið upp í sumar en var frestað, sem kom Allen í opna skjöldu, auk þess sem Allen, sem veitir afar sjaldan viðtal, fór í viðtalið með þeim formerkjum að ræða feril sinn og nýja bók. 

Frétt Variety

Mia Farrow og Dylan Farrow.
Mia Farrow og Dylan Farrow. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant