Bað hana að fjarlægja myndina af sér

Rami Malek er annt um ímynd sína.
Rami Malek er annt um ímynd sína. AFP

Leikkonan Rachel Bilson segir að leikarinn Rami Malek hafi beðið hana að fjarlægja gamla mynd af sér sem hún birti rétt áður en hann vann Óskarsverðlaunin. Þetta sagði hún í viðtalsþætti Dax Shepards á dögunum.

Þau voru saman í bekk þegar þau voru yngri og umgengust mikið sama fólkið. Bilson fannst myndin skemmtileg en Malek var ekki á sama máli. 

Þau höfðu alltaf verið í ágætu sambandi í gegnum árin áður en hann sló í gegn í myndinni Bohemian Rapsody.

„Ég birti gamla mynd af okkur úr útskriftarferð til New York. Við vorum svo nördaleg. Ég birti hana því mér fannst hún fyndin og það er svo hollt að geta hlegið að sjálfum sér,“ sagði Bilson og viðurkenndi að hún kíkti ekki reglulega á skilaboðin sín á Instagram. Viku síðar sá hún að Malek hafði sent henni skilaboð og beðið hana að fjarlægja myndina. 

„Þetta var ekki eitthvað „hæ, hvernig hefurðu það?“ heldur kom hann sér beint að efninu: „Ég myndi kunna að meta það að þú fjarlægðir myndia. Ég met einkalíf mitt mikils.“

Ég bara svitnaði öll og varð mjög stressuð. Hvað gerði ég? Hann var mjög góður vinur. Þetta er fyndin mynd. Ég tek mig ekki svona alvarlega,“ sagði Bilson sem bætti við að hún væri einnig góð vinkona stílista hans sem tók undir að þetta væri ekki besta myndin af honum.

„Ég fjarlægði myndina og sendi honum einlæg skilaboð þar sem ég baðst afsökunar og að hann væri að gera stórkostlega hluti. Ég heyrði aldrei neitt meira í honum, sem er í góðu lagi. En ég var mjög svekkt þar sem hann var alltaf svo indæll og við vorum góðir vinir. Mér finnst að hæfileikaríkt fólk ætti ekki að taka sig svona alvarlega. Hann vill vera virtur og það er hans mál og ég virði það, þess vegna fjarlægði ég myndina. Ég var bara svekkt yfir hvernig hann tók á málinu.“

Rachel Bilson birti gamla mynd af sér með Rami Malek …
Rachel Bilson birti gamla mynd af sér með Rami Malek og fékk síður en svo blíðar viðtökur frá Malek. AFP
Bilson og Malek þegar þau voru yngri.
Bilson og Malek þegar þau voru yngri. Skjáskot/Daily Mail
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.