Daði Freyr áttundi á svið

Daði og gagnamagnið.
Daði og gagnamagnið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daði Freyr Pétursson er áttundi á svið seinna undanúrslitakvöldið í Eurovision í Rotterdam í maí. Daði flytur lagið 10 Years ásamt hljómsveitinni Gagnamagninu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Undanúrslitin fara fram þriðjudaginn 18. maí og fimmtudaginn 20. maí. Sem fyrr segir flytur Daði lag sitt á seinna undanúrslitakvöldinu en 16 önnur lönd koma fram sama kvöld. Úrslitakvöldið er laugardagskvöldið 22. maí og taka 26 lönd þátt í úrslitakeppninni. 

Daði og Gangamagnið fengu annað tækifæri til þess að fara í keppnina í ár en söngvakeppninni var aflýst í fyrra. Mikil spenna skapaðist í kringum framlag Íslands í ár eftir vinsældir lags Daða í fyrra en sem stendur er Ísland í sjöunda sæti hjá veðbönkum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.