Finnst Bjarni „hot“ og vissi ekki hver Hannes var

Bassi Maraj tók Hannes Hólmstein og Bjarna Ben. í bakaríið …
Bassi Maraj tók Hannes Hólmstein og Bjarna Ben. í bakaríið um helgina. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Bassi Maraj, gerði allt vitlaust á Twitter um helgina þegar hann tók Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hannes Hólmstein Gissurarson í bakaríið. Í viðtali við Fréttablaðið segir Bassi að færslurnar hafi bara verið djók og hann hafi ekki búist við því að allt myndi springa. 

Á föstudag skrifaði Bassi að hann væri svo hugmyndaríkur að hann ætti að leggja Sjálfstæðisflokknum lið. Bjarni svaraði Bassa og sagði að allar hugmyndir væru vel þegnar. Þá spurði Bassi hann hvar nýja stjórnarskráin væri og með fylgdu vel valin orð. Þetta svar naut mikilla vinsælda og sprengdi tímalínuna hjá Bassa. 

Aðspurður hvort Bjarni hafi sett sig í samband við hann sagði Bassi nei. „En ef hann hefði haft samband við mig hefði ég alveg fílað það, því hann er auðvitað algjört æði. Mér finnst hann alveg „hot“,“ sagði Bassi. 

Næstur til að svara Bassa á Twitter var Hannes Hólmsteinn. Bassi svaraði honum á sömu leið og Bjarna og sagðist geta birt skjáskot af samtali þeirra á Grindr. Bassi segir að ekki hafi verið um persónulegt skot að ræða og hann hafi ekki vitað hver Hannes væri.

„Nei, ég veit ekkert hver Hannes er. Þetta grindr-dæmi var bara úr lausu lofti gripið,“ sagði Bassi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.