Erkibiskup tjáir sig um Harry og Meghan

Harry og Meghan á brúðkaupsdeginum.
Harry og Meghan á brúðkaupsdeginum. AFP

Erkibiskup af Canterbury, Justin Welby, hefur nú tjáð sig í fyrsta skipti um brúðkaup Harrys og Meghan og staðfestir að brúðkaupið sem almenningur varð vitni að hafi verið hin formlega hjónavígsla samkvæmt lögum.

Í viðtali við ítalska blaðið La Repubblica segir hann að það ríki trúnaður hjá prestum. 

„Ef þið talið einhvern tímann við prest þá væntið þið þess að hann haldi trúnað,“ segir Welby. 

„Það skiptir ekki máli við hvern ég tala. Ég hitti hertogahjónin margoft fyrir brúðkaupið. Hið löglega brúðkaup var á laugardeginum. Ég skrifaði undir hjónavígsluvottorðið, sem er lagalegt skjal, og ég hefði framið alvarlegt lögbrot ef ég hefði skrifað undir það meðvitaður um að það væri rangt,“ sagði erkibiskupinn og bætti við að hann myndi ekki tjá sig um aðra fundi hans við Harry og Meghan.

„Haldið það sem þið viljið, en hið lögformlega brúðkaup var á laugardeginum. Ég mun hins vegar ekki tjá mig um það sem gerðist á öðrum fundum.“

Erkibiskupinn hefur verið undir miklum þrýstingi um að tjá sig um málið eftir að Meghan og Harry fullyrtu í viðtali við Opruh að þau hefðu í raun gift sig þremur dögum fyrr. Sú fullyrðing vakti mikla hneykslan og vakti upp spurningar um hvort erkibiskup hefði tekið þátt í einhverjum blekkingarleik í viðurvist drottningar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.