Missti hluta lungans eftir skotárásina

Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga, missti hluta lungans eftir skotárásina.
Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga, missti hluta lungans eftir skotárásina. Skjáskot/Instagram

Læknar þurftu að fjarlægja hluta úr öðru lunga Ryans Fischers, aðstoðarmanns söngkonunnar Lady Gaga, eftir að hann var skotinn af hundaræningjum fyrir rúmum mánuði. Fischer var útskrifaður af spítala í vikunni eftir lengri dvöl en hann bjóst við. 

Fischer var skotinn að kvöldi 24. febrúar síðastliðins þegar hann var úti að ganga með þrjá hunda söngkonunnar. Tveimur þeirra var stolið en Gaga hefur síðar endurheimt þá. 

Fischer var á gjörgæslu í nokkurn tíma en lungu hans voru illa sködduð eftir skotárásina. Annað lungað féll þó nokkrum sinnum og þurfti hann að fara í aðgerð þar sem hluti þess var fjarlægður. 

Hann birti myndband af sér í vikunni þar sem hann bjó sig undir útskrift af spítalanum. Hann sagðist vera stressaður fyrir því að snúa aftur til hversdagsleikans og vinna úr því áfalli sem hann varð fyrir. 

View this post on Instagram

A post shared by Saint Rocque (@saintrocque)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.