Bað um hjálp árið 2007

Sharon Stone segir að Britney Spears hafi beðið hana um …
Sharon Stone segir að Britney Spears hafi beðið hana um hjálp árið 2007. Samsett mynd

Leikkonan Sharon Stone segir að söngkonan Britney Spears hafi skrifað sér bréf árið 2007 og beðið um hjálp. 

„Britney skrifaði mér langt, mikilvægt og átakanlegt bréf á virkilega erfiðu tímabili í lífi sínu, um það bil þegar hún rakaði af sér hárið, og bað mig um hjálp. Ég var sjálf á mjög erfiðu tímabili í lífinu og gat ekki hjálpað henni. En sannleikurinn er sá, og skiptir mestu máli, að við þurftum báðar hjálp. Hún þurfti hjálp og ég þurfti hjálp,“ sagði Stone í viðtali við Kelly Clarkson í spjallþætti Clarkson. 

Stone birti mynd af Spears og fleiri konum á Instagram nýlega og sagði allar þessar konur hafa haft mikil áhrif á sig í lífinu og alltaf veitt sér gleði. 

„Það er mjög sönn staðreynd að það er erfitt að vera kona sem nýtur mikillar velgengni og leyfa ekki fólki að stjórna þér, taka yfir fjármálin þín og sjá algjörlega um þig. Ég er viss um að margar ungar stjörnur láta stjórna mikið í sér, láta stjórna svo mikið í sér að það klárar þær alveg. Hluti af þér brotnar,“ sagði Stone. 

Stone sagðist sjálf hafa upplifað nákvæmlega það í lífi sínu og fundist hún ekki hafa stjórn á einum einasta hluta lífsins. Hún sagði það enn fremur mjög erfitt að taka stjórnina aftur og fara með eigin fjármál.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að notfæra sér meðbyrinn til að koma málum sínum heilum í höfn. Samskipti þín við nágranna þína, systkini og aðra ættingja hafa batnað til mikilla muna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að notfæra sér meðbyrinn til að koma málum sínum heilum í höfn. Samskipti þín við nágranna þína, systkini og aðra ættingja hafa batnað til mikilla muna.