Ágústa Eva og Gunni fylgja hjartanu

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson voru að gefa út …
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson voru að gefa út nýtt lag en þau skipa hljómsveitina Sycamore Tree.

„Í desember þá ákváðum við Ágústa Eva að gera seríu af lögum sem væri mjög lífræn og falleg. Reglan var að það mátti bara hafa söng og gítar og allt órafmagnað. Engin trikk eða trix eða önnur hljóðfæri. Bara stálheiðarleg lög þar sem melodíurnar fá að njóta sín. Það er í raun mjög djörf ákvörðun í nútímatónlist að fara þá leið og við svindluðum ekkert. Úr varð þröngskífa eða EP-plata sem við höfum gefið nafnið „Winter Songs“,“ segir Gunni Hilmars um þröngskífuna sem kemur úr 16. apríl. Í dag kemur hins vegar lagið, Heart Melodies, út.

„Lögin eru með góðan boðskap og vangaveltur og munu vonandi snerta við hjartanu í fólki. Lögin munu líka koma stök út næstu föstudaga eins og sería og eru hugsuð sem heildarverk sem síðan birtist þegar skífan kemur út,“ segir hann. 

Gunni segir að þeim Ágústu Evu finnist þetta afar spennandi verkefni þar sem síðasta plata hafi státað af stærri hljóðheimi þar sem hlustandanum var boðið inn í villta vestrið. 

„Stóra platan okkar sem kemur svo í haust, sem við erum að vinna með Rick Nowels í Los Angeles, er líka stór ævintýraheimur svo okkur langað að fara þessa einföldu leið á milli þessara verkefna og fara eins nálægt kjarnanum og hægt er.“

Gunni og Ágústa Eva unnu plötuna „Winter Songs“ með Ómari Guðjónssyni sem stjórnaði upptökum. Þau hafa áður unnið með honum en hann útsetti þeirra fyrstu plötu, Shelter.

„Það endurspeglast í útkomunni. Lögin eru samin af mér og textarnir samdir í frábæru flæði okkar Ágústu Evu,“ segir Gunni og bætir við:

„Lagið, Heart Melodies, fjallar um að elta ekki orð annarra eða láta þau hafa áhrif á sig. Fylgja hjartanu og reyna að hreinsa hugann til að fá rétta sýn á lífið og sínar tilfinningar. Hlusta á söng hjartans þar sem sú tilfinning er yfirleitt sú rétta. Anda inn og út og njóta augnabliksins eins og við erum flest að reyna og vitum að er mikilvægt. Hjartað geymir og segir sögur. Eigin melodíur.“

Hægt er að hlusta á lagið HÉR.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.