Bænastund í nafni DMX

DMX treður upp á körfuboltaleik árið 2017.
DMX treður upp á körfuboltaleik árið 2017. AFP

Boðað hefur verið til bænastundar á mánudag utan við spítala í New York þar sem rapparinn DMX dvelur eftir að hafa fengið hjartaáfall á laugardag. Fjölskylda rapparans hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að rapparinn hafi fengið hjartaáfall vegna ofneyslu eiturlyfja, en fjölskylda hans hefur ekki viljað staðfesta það.

DMX skaut upp á stjörnuhimininn árið 1998 með fyrstu plötu sinni It's Dark and Hell is Hot sem náði efsta sæti á Billboard-vinsældalistanum. Á plötunni er að finna lög á borð við Ruff Ryder's Anthem, Get At Me Dog og Stop Being Greedy. Frægasta lag kappans er þó án efa X Gon' Give It To Ya frá árinu 2003.

DMX, sem heitir réttu nafni Earl Simmons, hefur glímt við fíknivanda um langt skeið. Árið 2019 aflýsti hann tónleikaröð og skráði sig í meðferð. Þá tók hann virkan þátt í guðsþjónustu Kanyes Wests, tónleikaröðinni Sunday Service, sama ár.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.