Laus úr fangelsi fyrr

Mossimo Giannulli var dæmdur í 5 mánaða fangelsi og hefði …
Mossimo Giannulli var dæmdur í 5 mánaða fangelsi og hefði átt að losna 17. apríl. AFP

Fatahönnuðurinn Mossimo Giannulli er laus úr fangelsi. Giannulli losnaði á föstudag og mun afplána restina af fangelsisdóm sínum á heimili sínu í Los Angeles. 

Giannulli og eiginkona hans, Lori Loughlin, voru dæmd í fangelsi vegna aðkomu sinnar að háskólasvindlsmálinu svokallaða en þau greiddu hálfa milljón bandaríkjadala til að koma dætrum sínum tveimur inn í háskóla. Loughlin hefur nú þegar afplánað sinn dóm. 

Giannulli var dæmdur í 5 mánaða fangelsi og hefði átt að losna þaðan 17. apríl. 

Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar þykir ekki óeðlilegt að Giannulli hafi losnað fyrr úr fangelsinu vegna þess hve stuttur dómur hans er og af hvaða eðli brot hans er. 

Fangelsismálayfirvöld í Kaliforníu hafa í auknu mæli fært fanga úr fangelsum yfir í einangrun á heimili sínu, sérstaklega þegar ekki er um að ræða alvarleg brot. Er það meðal annars gert til að minnka áhættuna á kórónuveiruhópsýkingu innan fangelsanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant