Móðurmissirinn valdur að fíkniefnaneyslunni

Hunter Biden.
Hunter Biden. AFP

Hunter Biden, sonur Joes Bidens Bandaríkjaforseta, segir móðurmissinn hafa haft mikil áhrif á líf hsitt og líklegast verið rótin að því hann glímdi við mikla fíkn. Hann segist hafa þurft að horfast í augu við áföllin í sínu lífi áður en hann komst aftur á beinu brautina. 

Hunter og bróðir hans Beau lentu í bílslysi ásamt Neiliu móður þeirra og Naomi systur þeirra árið 1972. Neilia og Naomi létust í slysinu. Beau lést árið 2015 úr krabbameini í heila. 

„Ég er enn sannfærðari en áður um að áföllin eru rótin að vandanum. Ég veit ekki af hverju ég hef alltaf átt svo erfitt með að viðurkenna það,“ sagði Hunter og bætti við að fjölskyldan hefði aldrei rætt mikið um slysið og áfallið sem því fylgdi. „Við hefðum sennilega átt að gera það,“ sagði Hunter í viðtali um nýja ævisögu sína, Beautiful Things. 

Bókin kemur út á fimmtudaginn. Þar ræðir hann um fíkniefnavanda sinn og einnig um ástarsamband sitt við ekkju bróður síns, Hallie Biden. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ýmsu má bjarga sem er orðið gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira. Taktu lífinu með ró.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ýmsu má bjarga sem er orðið gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira. Taktu lífinu með ró.