Söfnuðust saman fyrir utan sjúkrahúsið

Hundruð aðdáenda auk fjölskyldu rapparans DMX komu saman í gærkvöldi fyrir utan sjúkrahúsið þar sem tónlistarmaðurinn liggur alvarlega veikur.

Aðdáendur Earl Simmons, DMX, komu saman í gærkvöldi við sjúkrahúsið …
Aðdáendur Earl Simmons, DMX, komu saman í gærkvöldi við sjúkrahúsið þar sem hann liggur á milli heims og helju. AFP

Greint var frá því að tónlistarmaðurinn, sem heitir réttu nafni Earl Simmons, hafi verið fluttur með hraði á sjúkrahús í úthverfi New York-borgar, White Plains, á föstudag eftir að hafa fengið hjartaáfall. Umboðsmaður DMX segir að hann sé enn í öndunarvél og staðan alvarleg.

Meðal þeirra sem tóku þátt í bænastundinni í gærkvöldi er unnusta DMX og fyrrverandi eiginkona hans einnig. 

DMX var lagður inn á sjúkrahús eftir hjartaáfall á föstudaginn …
DMX var lagður inn á sjúkrahús eftir hjartaáfall á föstudaginn langa. AFP

DMX, sem er fimmtugur að aldri, hefur glímt við fíkn árum saman. Árið 2019 aflýsti hann nokkrum tónleikum og fór í meðferð. 

Meðal þekktra laga hans eru X Gon' Give It To Ya og Party Up.

AFP
Fyrrverandi eiginkona DMX, Tashera Simmons, og unnusta hans, Desiree Lindstrom.
Fyrrverandi eiginkona DMX, Tashera Simmons, og unnusta hans, Desiree Lindstrom. AFP
AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.