Ómögulegt að mæta fegurðarstöðlum samfélagsins

Khloé Kardashian.
Khloé Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segir að hún hafi reynt að láta fjarlægja mynd af sér af samfélagsmiðlum af því henni finnst erfitt að vera undir þeirri pressu sem aðdáendur hennar setja á hana um að líta óaðfinnanlega út. 

Kardashian opnaði sig í langri færslu á Instagram í gærkvöldi. „Til að segja sannleikann þá hefur það næstum því verið ómögulegt fyrir mig að standa undir pressunni, endalausri gagnrýni og dómhörku samfélagsins í öll þessi ár,“ sagði Kardashian. 

Í gær var greint frá því að teymi fjölskyldunnar væri að vinna í því að láta fjarlægja mynd af henni á sundfötum. Myndin hafði ekki verið unnin í myndvinnsluforriti og var birt opinberlega fyrir mistök. 

Kardashian skrifaði langa færslu og lét óunnið myndband fylgja með af sér. 

„Þegar þú ert manneskja sem hefur glímt við slæma sjálfsmynd alla ævi og einhver tekur mynd af þér sem þér finnst ekki falleg, er í slæmu ljósi eða líkaminn þinn lítur ekki vel út á henni og endurspeglar ekki alla vinnuna sem þú hefur lagt í hann, þegar þessi einhver birtir þessa mynd, þá ættir þú að hafa allan rétt á því að biðja um að láta ekki deila þeirri mynd, sama hver þú ert,“ sagði Kardashian.

Kardashian bætti við að hún væri ekki að biðja um að fólk vorkenndi sér en að fólk gerði sér grein fyrir að hún væri mannleg. „Ég ætla ekki að ljúga. það er næstum því ómögulegt að samræmast þeim fegurðarstöðlum sem almenningur hefur sett fyrir mig,“ sagði Kardashian. 

Hún sagði að í meira en áratug hafi hvert einasta smáatriði í hennar fari verið skrásett í fjölmiðlum. „Maður venst því aldrei að vera dæmdur og rifinn í sundur, að fá að heyra hvað maður er óaðlaðandi, en ég skal segja ykkur eitt, ef þú heyrir eitthvað nógu oft, þá ferðu að trúa því. Þetta er dæmi um hvernig ég hef verið skilyrt til að líða, að ég sé ekki nógu falleg,“ sagði Kardashian. 

Hún sagðist elska að nota góðan filter, góða lýsingu eða vinna myndirnar af sér stöku sinnum. Hún sagði notkun förðunarvara, gervinagla eða hárra hæla vera sambærilega. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.