Walter Olkewicz er látinn 72 ára að aldri

Walter Olkewicz er látinn.
Walter Olkewicz er látinn. Ljósmynd/IMDb

Leikarinn Walter Olkewicz er látinn 72 ára að aldri. Olkewicz var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Seinfeld, Twin Peaks og fleiri gamanþáttum. 

Sonur hans, Zak Olkewicz, staðfesti andlát hans og sagði hann hafa látist úr þrálátum sýkingum. Hann lést í Reseda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 

Olkewicz hóf feril sinn árið 1970 og starfaði allt fram til ársins 2017 þegar hann veiktist illa eftir aðgerð á hné. 

„Hann var góður maður sem hafði ástríðu fyrir sköpun og listum og yfirfærði þessa ást sína á allt. Hann gaf mér þá gjöf í vöggugjöf og ég hlakka til að gefa barnabörnunum sem hann elskaði svo heitt þá gjöf líka,“ sagði Zak Olkewicz í tilkynningu til fjölmiðla. 

Olkewicz var fæddur 14. maí 1948 í Bayonne í New Jersey. Hann lætur eftir sig tvo syni. 

Deadline

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú vilt lenda í ævintýrum þarftu að bregða aðeins út af vananum. Einhver daðrar við þig en þú ert ekki viss um þínar tilfinningar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú vilt lenda í ævintýrum þarftu að bregða aðeins út af vananum. Einhver daðrar við þig en þú ert ekki viss um þínar tilfinningar.