DMX er látinn 50 ára að aldri

Rapparinn DMX er látinn 50 ára að aldri.
Rapparinn DMX er látinn 50 ára að aldri. AFP

Rapparinn Earl Simmons, betur þekktur undir nafninu DMX, er látinn. DMX lést á White Plains-sjúkrahúsinu í New York í dag. Hann hafði legið inni á spítala síðan á föstudaginn fyrir viku eftir að hann tók of stóran skammt af fíkniefnum. 

Fjölskylda hans tilkynnti andlát hans í dag. 

DMX fór í hjartastopp í um 30 mínútur eftir að hann tók of stóran skammt. Hann hafði verið í öndunarvél í fimm daga og voru líffæri hans farin að gefa sig eitt af öðru. 

Hann fæddist í Mount Vernon í New York-ríki 18. desember 1970. Hann var eina barn foreldra sinna og átti erfiða æsku. Á unglingsárum sínum leiddist hann út í glæpi og fíkniefnaneyslu. 

DMX skaut upp á stjörnuhimininn á 10. áratug síðustu aldar og gaf út alls átta plötur. Hann var tilnefndur til þrennra Grammy-verðlauna og hlaut bandarísku tónlistarverðlaunin tvisvar.

New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson