Ný plata fimm árum eftir andlátið

Prince er hann tróð upp í hálfleikssýningu Super Bowl árið …
Prince er hann tróð upp í hálfleikssýningu Super Bowl árið 2007. AFP

Ný plata frá Prince, Welcome 2 America, er væntanleg 30. júlí, fimm árum eftir dauða hans.

Lögin hafa ekki verið gefin út áður. Platan var tekin upp árið 2010 og líklega mun hún flokkast sem ein sú pólitískasta frá tónlistarmanninum sáluga. Til að mynda syngur hann í titillaginu, sem er þegar komið út á Spotify: „Land of the free/home of the slave“.

Plötunni fylgja einnig tónleikaupptökur frá samnefndri tónleikaferð úr The Forum í Kaliforníu í apríl 2011.

Prince lést 21. apríl 2016, 57 ára gamall. Hann átti í útistöðum við plötufyrirtæki sín er hann var á lífi og geymdi þúsundir laga í heimahljóðveri sínu, „Hvelfingunni“ í Paisley Park skammt frá borginni Minneapolis.

„Ég lét plötufyrirtækin ekki alltaf fá bestu lögin,“ sagði hann við tímaritið Rolling Stone árið 2014. „Það eru lög í hvelfingunni sem enginn hefur áður heyrt [...] fullt af efni sem ég tók upp á mismunandi tímabilum.“

Frá dauða hans hafa einhver þessara laga verið gefin út, þar á meðal lög sem tengdust endurútgáfum af plötum hans „1999“, „Sign o'the Times“ og „Purple Rain“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson