Þjóðarleiðtogar syrgja fráfall Filippusar

Fjöldi þjóðarleiðtoga og fyrrverandi þjóðarleiðtoga hefur sent Elísabetu II Englandsdrottningu samúðarkveðju í kjölfar andláts eiginmanns hennar, Filippusar hertoga af Edinborg. Filippus prins lést 99 ára að aldri nú í morgun. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sendi samúðarkveðjur til drottningarinnar í morgun og þakkaði Filippusi fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar. „Við þökkum Filippusi prinsi, hertoga af Edinborg, sem þjóð og sem konungsríki, fyrir einstakt líf hans og vinnu,“ sagði Johnson fyrir utan Downingstræti 10 í morgun.

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig sent kveðju. „Við ættum líka að minnast hans og fagna honum sem framsýnum, ákveðnum og hugrökkum manni,“ sagði Blair.

George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði í kveðju sinni að Filippus hefði komið fram fyrir hönd Bretlands af virðingu. „Allt sitt langa og magnaða líf barðist hann fyrir verðugum málefnum. Hann kom fram fyrir hönd Bretlands af virðingu og sýndi mikinn styrk til að styðja við konungsveldið,“ sagði Bush í tilkynningu. 

Barack Obama hefur einnig sent drottningunni samúðarkveðju. 

Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, fyrirskipaði í morgun að láta flagga í hálfa stöng til minningar um Filippus Bretaprins og sagði hann „táknmerki heillar kynslóðar sem við munum aldrei sjá aftur“.

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, syrgði Filippus einnig í tilkynningu í morgun og þakkaði honum vel unnin störf í þágu Nýja-Sjálands. Einnig verður flaggað í hálfa stöng á Nýja-Sjálandi.

Karl Gústaf Svíakonungur sagði í tilkynningu að fráfall Filippusar snerti sig djúpt og Filippus hefði verið góður vinur fjölskyldunnar í mörg ár. „Þjónusta hans fyrir land sitt er okkur öllum innblástur,“ sagði Karl Gústaf.

Filippus prins, hertogi af Edinborg, lést í morgun.
Filippus prins, hertogi af Edinborg, lést í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson