Aldrei náð að verða fræg

Olivia Cooke.
Olivia Cooke. AMANDA EDWARDS

„Ég er á góðum stað núna vegna þess að ég hef verið vinnusöm en aldrei náð að verða fræg, sem ég er mjög þakklát fyrir. Því fer fjarri að nafn mitt sé á allra vörum fyrir þær sakir að ég mæti ekki í öll samkvæmin,“ segir breska leikkonan Olivia Cooke í samtali við breska blaðið The Independent og blaðamaðurinn bætir við að Cooke og vinir hennar, sem margir hverjir eru líka leikarar, séu ekki týpurnar sem verja sínum dýrmæta tíma í að fylgjast með þegar „einhver helvítis umslög“ eru opnuð.

Cooke þarf ekki að ómaka sig um aðra helgi enda hlaut hún ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í Sound of Metal, eins og mótleikarinn, Riz Ahmed. Það breytir þó ekki því að þessi 27 ára gamla leikkona þykir standa sig vargavel í myndinni sem fjallar um pönktrymbil sem skyndilega fer að tapa heyrn. Cooke leikur unnustu hans og félaga í tónlistinni en þegar okkur áhorfendur ber að garði eru þau í ansi harðsnúnum dúett. Mögulega er tjaldtími Cooke ekki nægilega mikill í Sound of Metal til að hægt hefði verið að réttlæta tilnefningu. Ýmsar aðrar leikkonur voru þó kallaðar og tökum ekkert af þeim.

Cooke ásamt Darius Marder, leikstjóra Sound of Metal, og Riz …
Cooke ásamt Darius Marder, leikstjóra Sound of Metal, og Riz Ahmed leikara. AFP


William Makepeace Thackeray

Cooke hefur verið meira áberandi í fyrri verkum sínum, svo sem í stórmynd Stevens Spielbergs, Ready Player One, og í sjónvarpsþáttunum Bates Motel, þar sem hún lék Emmu Decody, stúlkuna sem Norman Bates var að skjóta sér í, frá 2013-17. Þá er hún í burðarhlutverki í búningadramanu Vanity Fair, sem Ríkissjónvarpið hóf sýningar á í vikunni, en það byggist á skáldsögu Williams Makepeace Thackerays frá því herrans ári 1848. Gott nafn þarna á ferðinni, þannig að við skulum skrifa það aftur, William Makepeace Thackeray. Og kannski einu sinni enn? Nei, látum þetta duga.

Í viðtalinu við The Independent viðurkennir Cooke þó að hún hafi mest gaman af sokölluðum „indie“-verkefnum; það er myndum sem gerðar eru á jaðrinum, oftar en ekki fyrir takmarkað fé. Sound of Metal tikkar í það box og einnig myndin sem hún lék í næst á eftir henni, Pixie eftir breska leikstjórann Barnaby Thompson. Þar er á ferðinni biksvartur spétryllir og fer Cooke með titilhlutverkið, hina eldhressu Pixie O'Brien. Meðal aukaleikara er Alec gamli Baldwin, þannig að Donald Trump er líklega ekki búinn að sjá myndina. Veit ekki með Brynjar og Kára.

Nánar er fjallað um Oliviu Cooke í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.