Gift í 32 ár þrátt fyrir framhjáhald og klámfíkn

Terry Crews.
Terry Crews. mbl.is/AFP

Leikarinn og Íslandsvinurinn Terry Crews hefur verið kvæntur Rebeccu King-Crews í 32 ár. Hjónabandið hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hjónin eru þó enn saman þrátt fyrir erfiðleika. Í nýrri hljóðbók, Stronger Together, segja þau frá því hvernig þau unnu í hjónabandinu. 

„Að mínu mati er hann hetjan í sögu okkar,“ sagði King-Crews í viðtali við People. Hjónin hafa meðal annars unnið sig í gegnum framhjáhald, klámfíkn leikarans og kynferðisofbeldi sem Crew varð fyrir. „Hann tók þá ákvörðun að taka sig á og verða betri manneskja.“

Einn vetrarmorgun árið 2010 ákvað Crews að hringja í eiginkonu sína og játa ótryggð sína og klámfíkn sem hann glímdi við. Hann hafði verið ótrúr eiginkonu sinni nánast allt þeirra hjónaband. King-Crews hótaði því að fara frá eiginmanni sínum og lokaði sig af inni í svefnherbergi í marga daga. Hún líkti áfallinu við dauða og segir að leikarinn hafi einnig grátið frá sér allt vit. Hann hét því að fara í ráðgjöf, meðferð og gera allt sem þyrfti til að bæta hjónabandið. Eftir þrotlausa vinnu hafa hjónin aldrei verið hamingjusamari. 

Hjónin eiga fimm börn saman og var það mikilvægt fyrir leikarann að vera hreinskilinn við þau. Ein dóttir hans sagði móður sinni að fara frá föður sínum. „Ég veit ekki alveg hvar hún stendur í dag og ég hef ekki opnað þá umræðu aftur,“ sagði King-Crews. „Mér finnst hins vegar vera ákveðin fjarlægð á milli okkar.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.