Græðgi réð ekki för hjá þeim heitasta

Regé-Jean Page.
Regé-Jean Page. Skjáskot/Instagram

Margir þættir höfðu áhrif á það af hverju leikarinn Regé-Jean Page ákvað að taka ekki tilboði um að halda hlutverki sínu í seríu tvö af þáttunum Bridgerton. Eitt er þó ljóst; peningagræðgi réð ekki för um ákvörðun hans. 

Greint var frá því um páskana að Page myndi ekki leika í annarri þáttaröð. Honum stóð það hins vegar til boða að því er fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter. Page var boðið gestahlutverk í þáttunum vegna þess að hann naut miklla vinsælda í kjölfar fyrstu seríunnar. 

Page var boðið að leika í þremur til fimm þáttum og fá greiddar 6,3 milljónir íslenskra króna fyrir hvern þátt. Page hafnaði því tilboði, meðal annars vegna þess að hann langar til að einbeita sér að því að leika í kvikmyndum. 

Auk þess gerði Page aðeins eins árs samning um þetta hlutverk í þessari seríu. Bækurnar sem Bridgerton-serían byggist á eru skrifaðar þannig að aðalpersónur bókannar eru ekki þær sömu í hverri bók. Í fyrstu bókinni, og seríunni, var Daphne Bridgerton, leikin af Phoebe Dynevour, í aðalhlutverki og ástarsamband hennar við Simon Bassett, leikinn af Page, í forgrunni. Í bók númer tvö, og seríu, verður bróðir hennar, Anthony Bridgerton, í aðalhlutverki.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.