Nikki Grahame er látin 38 ára að aldri

Nikki Grahame lést á föstudaginn.
Nikki Grahame lést á föstudaginn. Skjáskot/Instagram

Breska raunveruleikastjarnan Nikki Grahame er látin 38 ára að aldri. Grahame var hvað þekktust fyrir að taka þátt í 7. seríu af raunveruleikaþáttunum Big Brother UK. 

Fjölskylda hennar greindi fjölmiðlum frá andláti hennar um helgina en hún lést snemma morguns föstudaginn 9. apríl. Ekki var greint frá dánarorsök. 

Grahame hafði lengi glímt við átröskun og opnaði sig um erfiðleika sína í sjálfsævisögunum Dying to be Thin og Fragile. Í síðasta mánuði hófu vinir hennar söfnun á GoFundMe til að hjálpa henni fjárhagslega við að komast í meðferð vegna átröskunarinnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.