Boðið hlutverk ömmu um fertugt

Carrie-Anne Moss í hlutverki Trinity í Matrix.
Carrie-Anne Moss í hlutverki Trinity í Matrix. Ljósmynd/Imdb

Matrix-stjarnan Carrie-Anne Moss segir erfitt að eldast í Hollywood. Kona er ekki mjög gömul þegar hún er fertug en þrátt fyrir það fóru Moss að bjóðast öðruvísi hlutverk þegar hún varð fertug. 

Leikkonan, sem er 53 ára í dag og að búa sig undir að frumsýna Matrix 4, segist hafa heyrt að allt myndi breytast þegar hún yrði fertug. „Ég trúði því ekki af því ég trúi ekki á að taka þátt í ákveðnu kerfi sem ég samsama mig ekki. En bókstaflega daginn eftir fertugsafmælið mitt var ég að lesa handrit sem kom til mín og var að tala við umboðsmanninn minn um það. Ó nei, nei, nei, nei, það er ekki þetta hlutverk, það er amman sagði hún. Ég gæti verið að ýkja aðeins hér en þetta gerðist á einni nóttu. Ég fór úr því að vera stelpan, yfir í móðurina og yfir í meira en móðurina,“ sagði Moss á vef The Hollywood Reporter. Hún ræddi þar við Justine Bateman sem var að gefa út bókina Face: One Square Foot of Skin en bókin fjallar um það að eldast í Hollywood. 

Moss sagði það hafa verið erfitt að upplifa þetta, meðal annars vegna þess að þetta ætti ekki við um karlmenn í sama bransa. Moss sagði að hún hefði aldrei haldið áfram að leika ef hún hefði þurft að breyta sér. „Þér líður ekki eins og þú hafir elst mikið og allt í einu sérðu þig á tjaldinu,“ sagði Moss og bætti því við að það væri erfitt. „Ég horfði á þessar frönsku og evrópsku leikkonur og þeim leið eitthvað svo vel í eigin skinni. Ég gat ekki beðið eftir því. Ég legg mig fram við að ná því. Það er ekki auðvelt að vera í bransanum. Það er mikil utanaðkomandi pressa.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.