Sigga Kling í aðalhlutverki í myndbandi Guðnýjar Maríu

Guðný María Arnþórsdóttir og Sigga Kling eiga stjörnuleik í nýjasta …
Guðný María Arnþórsdóttir og Sigga Kling eiga stjörnuleik í nýjasta myndbandi Guðnýjar. Samsett mynd

Spákonan Sigga Kling fer með aðalhlutverk í nýju myndbandi tónlistarkonunnar Guðnýjar Maríu Arnþórsdóttur við lagið Framtíðarsýn. 

Sem fyrr sér Guðný María alfarið um alla framleiðslu á laginu sem og myndbandinu. Guðný hefur gefið út fjölda laga undanfarin ár en lagið Okkar páskar kom henni á kortið fyrir þremur árum. 

Síðan þá hefur Guðný sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum en þann nýjasta má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Lagið er prófverkefni Guðnýjar í Tónlistarskóla FÍH.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.