Fyrrverandi piparsveinn kominn út úr skápnum

Colton Underwood greindi frá því í dag að hann væri …
Colton Underwood greindi frá því í dag að hann væri samkynhneigður. Hann var áður í sambandi með Cassie Randolph. skjáskot

Piparsveinninn fyrrverandi Colton Underwood er samkynhneigður. Frá þessu greindi Colton í viðtali við Robin Roberts hjá Good Morning America sem sýnt var í gær. 

„Ég hataði sjálfan mig lengi. Ég sættist við þetta fyrr á þessu ári og hef verið að melta þetta, og næsta skrefið í öllu þessu er að segja fólki frá,“ sagði Underwood.

Underwood var aðalstjarnan í 23. seríu af Bachelor en þar kynntist hann fyrrverandi kærustu sinni Cassie Randolph.

Hann sagðist hafa fattað að hann væri „öðruvísi“ þegar hann var sex ára gamall en hann hefði aldrei verið heilbrigðari né hamingjusamari en núna. Áður en hann uppgötvaði sannleikann um sjálfan sig hefði hann verið á dimmum stað. Hann hefði á tímabili frekar viljað deyja en vera samkynhneigður. 

Underwood sagði að hann hefði raunverulega verið ástfanginn af Randolph og það hefði gert sér erfiðara fyrir. „Það gerði þetta ruglingslegra fyrir mig. Ég elskaði allt við hana. Ég vildi óska að ég hefði haft hugrekkið til að laga sjálfan mig áður en ég braut aðra,“ sagði Underwood.

Samband Underwoods og Randolph var stormasamt á köflum og endaði með því að hún fór fram á nálgunarbann gegn honum og sakaði hann um að hafa sett hlerunarbúnað á bíl sinn. Þau náðu sáttum í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson