Neitar ásökunum um kynferðisofbeldi

Jake Paul þvertekur fyrir ásakanir Justine Paradise.
Jake Paul þvertekur fyrir ásakanir Justine Paradise.

Youtubestjarnan og bardagakappinn Jake Paul neitar ásökunum tiktokstjörnunnar Justine Paradise. Í síðustu viku sakaði hún hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi í júlí 2019. Paul segir ásakanirnar rangar og að hún hafi opnað sig um málið á þessum tímapunkti til að koma höggi á hann. 

Í tilkynningu á Twitter segir Paul að hann hyggist fara í meiðyrðamál gegn henni. 

„Aftur, þessi manneskja er að nota athyglina sem hún fær af myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á erótískri síðu sinni og innkaupalista á Amazon. Þessar ásakanir koma á hentugum tíma fyrir hana, næstum því tveimur árum eftir að hið meinta atvik átti sér stað og í vikunni fyrir bardagann minn,“ skrifar Paul. 

Paul mætir UFC-kappanum Ben Askren á laugardaginn. 

Hann þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Paradise og segist virða konur og mæður meira en allt. „Ég hef aldrei komið við stelpu án hennar samþykkis,“ sagði Paul.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson