Deyfði sig með fíkniefnum

Justin Bieber er á betri stað en hann var fyrir …
Justin Bieber er á betri stað en hann var fyrir nokkrum árum. AFP

Hinn 27 ára gamli Justin Bieber varð heimsfrægur sem unglingur. Frægðinni fylgdu peningar en einnig vanlíðan. Þótt líf hans liti út fyrir að vera fullkomið leið honum mjög illa. Hann þakkar fyrir það að kórónuveran skall ekki á fimm árum fyrr en þá var hann í miklu ójafnvægi. 

Blaðamaður GQ spurði Bieber hvað hann hefði gert ef kórónuveiran hefði komið fimm árum fyrr með tilheyrandi lokunum. Bieber svaraði af hreinskilni og sagði mikinn drunga hafa verið yfir lífi sínu fyrir fimm árum. „Ég var umkringdur fólki og við vorum eiginlega öll á flótta undan lífinu,“ sagði Bieber. „Ég held að það hefði endað með mikilli fíkniefnanotkun.“

Bieber leið mjög illa þótt lífið liti út fyrir að vera fullkomið. Á nóttunni komu öryggisverðir inn í herbergi til hans, tóku púlsinn og fullvissuðu sig um að hann væri á lífi. „Ég er enn leiður, ég þjáist enn og ég á enn eftir að vinna úr ákveðnum vanda,“ hugsaði Bieber þrátt fyrir alla velgengina. „Ég hélt að velgengnin gerði allt gott. Í mínu tilfelli voru fíkniefnin deyfilyf til þess að lifa af.“

Að lokum lenti Bieber á botninum en hefur nú unnið sig í gegnum erfiðleikana. Hann kvæntist árið 2018 og segir hjónabandið hafa hjálpað sér þrátt fyrir að fyrsta árið hafi verið erfitt. „Áður fyrr hafði ég ekkert til að hlakka til. Heimilislífið var í ójafnvægi. Ég átti eiginlega ekkert heimilislíf. Ég átti ekki maka. Ég hafði engan til að elska.“

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.