Upplifði einelti í Nágrönnum

Nicola Charles lék í Nágrönnum og mátti þola ýmislegt.
Nicola Charles lék í Nágrönnum og mátti þola ýmislegt. Skjáskot

Nicola Charles lék í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum á tíunda áratug síðustu aldar. Hún segir farir sínar ekki sléttar og ásakar meðleikara sína um eineltistilburði og að hafa reynt að fá henni vísað úr landi.

Þessar ásakanir koma í kjölfar háværrar umræðu um kynþáttahatur innan Nágranna en þættirnir hafa lengi verið gagnrýndir fyrir að sýna einsleitt samfélag hvíts, gagnkynhneigðs miðstéttarfólks.

Charles, sem er bresk að uppruna, lék Söruh Beaumont sem átti í ástarsambandi við Karl Kennedy lækni. Hún segist hafi orðið skotmark innan raða meðleikaranna fyrir að taka vinnu frá öðrum Áströlum. Nokkrir leikaranna tóku sig saman og skrifuðu bréf til útlendingaeftirlitsins og báðu um að henni yrði vísað úr landi fyrir að taka vinnu frá Áströlum. Þetta kemur fram í æviminningum hennar Soap Star

„Ég vissi hverjir voru að verki en ég hugsaði bara: hver myndi ganga svona langt? Hvað hafði ég gert til þess að einhverjum mislíkaði svona við mig?

Þessi lífsreynsla setti mark sitt á öll samskipti mín við meðleikara mína því ég átti erfitt með að treysta fólki eftir þetta. En ég var ekki að taka vinnu frá neinum, ég var ráðin sem breskur leikari og var skrifuð þannig inn í handritið.“

Margir hafa stigið fram að undanförnu og ásakað Nágranna um kynþáttafordóma en tveir leikarar af frumbyggjaættum segjast hafa mátt þola mikla fordóma meðan þeir léku þar.

Charles hefur áður tjáð sig um margt misjafnt sem átti sér stað á meðan hún lék í Nágrönnum. Eitt sinn bauðst framleiðandi til þess að fjármagna brjóstastækkun sem hún afþakkaði. Þá stakk hann einnig upp á því að hún læki nektarmyndum af sér í fjölmiðla til þess að fá meiri athygli.

Nicola Charles lék Söruh Beaumont sem átti í eldheitu ástarsambandi …
Nicola Charles lék Söruh Beaumont sem átti í eldheitu ástarsambandi við Karl Kennedy lækni. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson