Vissi ekki að fyrrverandi væri samkynhneigður

Cassie Randolph vissi ekki að Colton Underwood væri að fara …
Cassie Randolph vissi ekki að Colton Underwood væri að fara í viðtalið. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Cassie Randolph vissi ekki að fyrrverandi kærasti hennar, Colton Underwood, væri samkynhneigður og frétti fyrst af því í fréttum í gær. Underwood greindi frá því í viðtali við Good Morning America í gærmorgun að hann væri samkynhneigður og hafa fréttirnar vakið mikla athygli. 

Underwood og Randolph kynntust í 23. seríu af þáttunum Bachelor. 

„Enginn lét hana vita fyrir fram að hann myndi vera í GMA að segja frá öllu. Satt best að segja er hún ekki búin að fá tíma til að melta hvernig henni líður,“ sagði heimildamaður náinn Randolph í viðtali við UsWeekly.

Parið var saman í rúmlega ár saman frá mars 2019 fram í maí 2020. 

„Tíminn eftir sambandsslitin var tilfinningarússíbani fyrir hana og mjög erfiður á köflum. Hún hefur stigið mörg skref til að halda áfram og einblínt á heilsu sína og hamingju. Hún hefur ekki verið í samskiptum við Colton,“ sagði heimildamaðurinn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn og þá gæti verið að þú finndir lausnina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn og þá gæti verið að þú finndir lausnina.