Bræður munu ekki ganga saman

Bræðurnir Harry og Vilhjálmur munu ekki ganga saman í útförinni.
Bræðurnir Harry og Vilhjálmur munu ekki ganga saman í útförinni. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Harry Bretaprins munu ekki ganga hlið við hlið í útför afa síns, Filippusar prins, á morgun. Þetta hefur konungsfjölskyldan staðfest. 

Peter Phillips, sonur Önnu prinsessu, mun ganga á milli bræðranna þegar fjölskyldan gengur inn í St. George-kapelluna í Windsor. 

Í seinni göngunni munu Vilhjálmur og Peter ganga hlið við hlið og Harry á eftir þeim við hlið Davids Armstrong-Jones, sonar Margrétar prinsessu og Anthonys Armstrong-Jones. 

Í tilkynningu frá höllinni segir að þessar ráðstafanir hafi verið eftir hentugleika en ekki í þeim tilgangi að senda skilaboð. 

„Þetta er jarðarför og við ætlum ekki að láta draga upp dramatíska mynd. Það er búið að ákveða þetta og allir hafa samþykkt þetta og þetta endurspeglar óskir hennar hátignar,“ sagði talsmaður hallarinnar. 

Aðeins 30 manns verða viðstaddir útförina og hefur almenningi verið ráðið frá því að safnast saman fyrir utan Windsor-kastala. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson