Versta stefnumótið var með morðingja

Patricia Arquette rifjar upp stefnumótin.
Patricia Arquette rifjar upp stefnumótin. mbl.is/AFP

Leikkonan Patricia Arquette tók þátt í umræðu um verstu stefnumótin á Twitter á dögunum. Hennar versta stefnumót var með atvinnuhjólabrettamanni sem nokkrum árum síðar var dæmdur fyrir að nauðga og myrða 22 ára konu með ofbeldisfullum hætti.

„Þetta var annað stefnumótið. Hjólabrettagaur að atvinnu. Mjög sætur. Vinur vina minna,“ skrifaði Arquette á Twitter. 

„Við kysstumst en það var eitthvað við það hvernig hann kyssti mig sem mér leist ekki á. Ég gaf honum svo rangt símanúmer undir lok stefnumótsins. Nokkrum árum síðar myrti hann kærustu sína,“ sagði Arquette og hvatti fólk til þess að hlusta á innsæi sitt.

Fylgjendur Arquette tóku til við að spyrja nánar út í reynslu hennar þar sem hún viðurkenndi í svörum að um væri að ræða Mark Rogowski sem afplánar nú 31 árs fangelsisdóm. Þá lýsti hún kossinum sem afar reiðum og ofbeldisfullum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.