Svona lítur Pete Doherty út í dag

Pete Doherty.
Pete Doherty. TOBY MELVILLE

Söngvarinn Pete Doherty úr Babyshambles varð heimsfrægur þegar hann byrjaði með ofurfyrirsætunni Kate Moss árið 2005. Sambandið entist ekki en hún ku hafa orðið þreytt á villtum lífsstíl hans. 

Doherty er nú 42 ára, býr í Frakklandi og segist stunda heilsusamlegri lifnaðarhætti. 

„Ég er að mestu edrú núna og vel oftar en ekki vatn umfram allt annað.“ Hann segist hafa fyllt út í kinnarnar með því að skipta út eiturlyfjum fyrir ost á ristað brauð. Þá leyfir hann sér að sofa.

„Árum saman vakti ég í fimm til sex daga og svaf svo í sólarhring. Nú elska ég að sofa. Í augnablikinu er ég nokkuð „hreinn“. Ég er hættur að taka heróín og ketamín,“ segir í umfjöllun The Sun.

Heimildarmenn segja að Doherty sé að ná betri tökum á lífinu í Frakklandi, fjarri skarkala borgarinnar. Hann býr þar ásamt kærustu sinni Katiu De Vidas. „Hann hefur aldrei verið hamingjusamari. Hann sinnir enn tónlistinni en þessi hægi lífsstíll í Frakklandi hefur góð áhrif á hann. Parið eyðir miklum tíma í að elda og fara út að ganga með hundinn.“

Pete Doherty í dag.
Pete Doherty í dag. Skjáskot/The Sun
Pete Doherty með uppákomu á Instagram-síðu sinni.
Pete Doherty með uppákomu á Instagram-síðu sinni. Skjáskot/Instagram
Pete Doherty og Kate Moss áttu vingott saman á tímabili. …
Pete Doherty og Kate Moss áttu vingott saman á tímabili. Hún fékk síðan nóg af villtu líferni hans. Doherty var söngvari stórhljómsveitarinnar Babyshambles.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant