Alma Wahlberg er látin

Alma Wahlberg, móðir leikaranna Mark og Donnie Wahlberg, er látin.
Alma Wahlberg, móðir leikaranna Mark og Donnie Wahlberg, er látin. Skjáskot/Instagram

Alma Wahlberg, móðir leikaranna Donnies og Marks Wahlbergs, er látin 78 ára að aldri. Walhberg-bræður minntust móður sinnar á samfélagsmiðlum í dag. 

Þeir greindu ekki frá dánarorsökinni en Alma hafði áður greinst með elliglöp.

„Engilinn minn. Hvíldu í friði,“ skrifaði Mark undir fallega mynd af móður sinni. 

„Fyrir Ölmu. Það var mín blessun í lífinu að svo mögnuð kona skyldi fæða mig í þennan heim, ala mig upp og kenna mér á lífið,“ skrifaði Donnie við myndband. 

Alma eignaðist alls níu börn, þau Arthur, Paul, Jim, Robert, Michelle, Debbie, Tracey, Mark og Donnie. Hún tók virkan þátt í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar, Wahlburgers.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki hvarfla að þér að kasta til höndunum við verk þín því þú færð þau bara í hausinn aftur. Tengslanet þitt er ein þinna verðmætustu eigna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki hvarfla að þér að kasta til höndunum við verk þín því þú færð þau bara í hausinn aftur. Tengslanet þitt er ein þinna verðmætustu eigna.