Hryggbrotnaði í alvarlegu bílslysi

YouTube-stjarnan Jeffree Star og vinur hans Lucas lentu í bílslysi …
YouTube-stjarnan Jeffree Star og vinur hans Lucas lentu í bílslysi í síðustu viku. Skjáskot/Twitter

Youtubestjarnan Jeffree Star hryggbrotnaði í bílslysi í Casper í Wyoming í Bandaríkjunum í síðustu viku. Star greindi frá bílslysinu á Instagram á föstudaginn og á laugardag sagði hann frá því að hann fengi að fara heim af spítalanum þann dag. 

Vinur hans Lucas lenti með honum í bílslysinu en hann þarf að liggja lengur inni vegna innvortis áverka. 

Þrír hryggjarliðir eru skaddaðir en líklegt er að það gangi til baka. Hann getur enn gengið en þarf að vera með spelku um hrygginn í nokkra mánuði svo hryggurinn grói rétt. 

„Við týndum næstum því lífinu og þetta er það ógnvænlegasta sem ég hef upplifað,“ sagði Star. 

Star sagði að slysið hefði orðið vegna hálku á veginum. Þeir hefðu lent á hálkubletti, skotist út af veginum og oltið þrjá hringi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.