Andlát Grahame rannsakað

Andlát raunveruleikastjörnunnar Nikki Grahame verður rannsakað.
Andlát raunveruleikastjörnunnar Nikki Grahame verður rannsakað. skjáskot/Instagram

Dorset County-sjúkrahúsið mun rannsaka andlát raunveruleikastjörnunnar Nikki Grahame. Grahame lést 9. apríl síðastliðinn, degi eftir að hún var útskrifuð af spítalanum. 

Talsmaður spítalans segir það vera reglubundið að sjúkrahúsið rannsaki nánar andlát sjúklinga sem látast stuttu eftir að hafa yfirgefið spítalann eða útskrifast þaðan. 

Ekki hefur verið greint frá dánarorsök Grahame en hún hafði glímt við átröskun alla sína ævi og að sögn vina hennar versnaði sjúkdómurinn í heimsfaraldrinum. 

Grahame lagðist inn á spítalann 24. mars síðastliðinn og útskrifaðist 8. apríl. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant