Féll og ekki stolt af því

Kelly Osbourne.
Kelly Osbourne. AFP

Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir Ozzys og Sharon Os­bour­ne, féll nýlega eftir tæplega fjögurra ára edrúmennsku. Osbourne gerði hreint fyrir sínum dyrum á Instagram og sagðist vera orðin edrú aftur. 

„Ég féll. Ekki stolt af því,“ sagði Osbourne í sögu á Instagram á mánudaginn. Því næst sagðist hún vera komin aftur á beinu brautina. Hún ætlar að greina betur frá því sem gekk á seinna í vikunni. 

„Ég vildi bara láta ykkur vita að ég er edrú í dag og ég verð edrú á morgun. En ég hef lært að þetta er í alvöru bara einn dagur í einu og ég vildi segja ykkur sannleikann af því að mig langar aldrei að ljúga að ykkur.“ 

Osbourne greindi frá því í ágúst í fyrra að hún hefði verið edrú í þrjú ár.

Osbourne-fjölskyldan í banastuði að vanda; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly.
Osbourne-fjölskyldan í banastuði að vanda; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu þig á því að einblína ekki svo mikið á praktíska hluti, að þú missir sjónar á gleði þinni og sköpunargáfu. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu þig á því að einblína ekki svo mikið á praktíska hluti, að þú missir sjónar á gleði þinni og sköpunargáfu. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.