Hættur með áströlsku draumadísinni

Zac Efron á Íslandi.
Zac Efron á Íslandi. Ljósmynd/Imdb

Hollywoodleikarinn Zac Efron er sagður hættur með hinni áströlsku kærustu sinni, fyrirsætunni Vanessu Valladares. Efron flutti til Ástralíu í kórónuveirufaraldrinum en hann kynntist Valladares síðasta sumar. 

Það er ástralski miðillinn The Daily Telegraph sem greinir frá sambandsslitunum en ekki kemur fram hver ástæða þeirra er.

Stjarnan er sögð hafa kynnst Valladares síðasta sumar þar sem hún starfaði sem þjónn að því er fram kemur á vef Daily Mail. Valladares hefur verið í för með Efron síðustu mánuði en hann hefur bæði verið í tökum á bíómynd og heimildarþáttaröð í Ástralíu. Parið sást saman á flugvellinum í Sydney í lok mars. Síðast sást til þeirra saman 1. apríl.

Zac Efron og Vanessa Valla­dares.
Zac Efron og Vanessa Valla­dares. Samsett mynd
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.