Jim Steinman er látinn

Jim Steinman er látinn.
Jim Steinman er látinn. Ljósmynd/Wikipedia/Justin

Tónskáldið og upptökustjórinn Jim Steinman er látinn 73 ára að aldri. Steinman samdi fjölda smella á borð við Bat Out Of Hell og Total Eclipse of The Heart. 

Bróðir hans Bill greindi frá andláti hans við Associated Press og sagði hann hafa látist á mánudag vegna nýrnabilunar. Hann hafði verið veikur um nokkuð skeið. 

„Ég sakna hans mikið strax,“ sagði Bill. 

Steinman vann með þekktum tónlistarmönnum eins og Meat Loaf og Bonnie Tyler og hafa þau bæði heiðrað minningu hans á samfélagsmiðlum. 

„Kemur hingað fljótt, bróðir minn Jimmy. Fljúgðu Jimmy fljúgðu,“ skrifaði Meat Loaf á Facebook

Steinman var fæddur og uppalinn í New York í Bandaríkjunum og hóf feril sinn í söngleikjum þegar hann skrifaði tónlistina fyrir háskólaleikhús.

Hann sló í gegn á 8. áratug síðustu aldar þegar hann gaf út plötu Meat Loaf, Bat Out Of Hell.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant