Í 45 daga fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Brian Hickerson.
Brian Hickerson. Ljósmynd/Teton County Sheriff's Office

Brian Hickerson, fyrrverandi kærasti leikkonunnar Hayden Panettiere, hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi. Hickerson var sakfelldur fyrir að beita maka sinn/sambýliskonu/kærustu heimilisofbeldi. Hickerson játaði ekki sekt sína en féllst á sakfellinguna. 

Hickerson var handtekinn í júlí á síðasta ári og ákærður fyrir tvær líkamsárásir, tvö tilfelli þar sem hann ógnaði með skotvopni og fyrir að ógna vitni, Panettiere. Þá var hann einnig ákærður fyrir að beita maka sinn ofbeldi. 

Hickerson og Panettiere hófu samband sitt haustið 2018. Hickerson var fyrst handtekinn fyrir að beita hana heimilisofbeldi í maí 2019. Hann játaði ekki sekt sína fyrir dómara í september og málið var látið niður falla. Hann var aftur handtekinn 14. febrúar 2020 og ákærður fyrir að beita heimilisofbeldi. 

Hann neitaði sök í apríl 2020. Í júní var hann svo sakaður um að hafa ógnað Panettiere áður en hún bar vitni gegn honum. Hann var svo handekinn aftur í júlí 2020.

Panettiere opnaði sig svo um heimilisofbeldið í kjölfar handtökunnar og sagði í tilkynningu til People að hún hefði verið beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi í sambandi sínu.

Hayden Panettiere.
Hayden Panettiere.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant