Caitlyn Jenner býður sig fram til ríkisstjóra

Caitlyn Jenner hefur skilað inn gögnum til að geta boðið …
Caitlyn Jenner hefur skilað inn gögnum til að geta boðið sig fram til ríkisstjóra í Kaliforníu. Ekki er þó öruggt að kosningar muni fara fram á þessu ári. AFP

Raunveruleikastjarnan fyrrverandi Caitlyn Jenner greindi frá því í dag að hún hefði skilað inn pappírum til að bjóða sig fram til ríkisstjóra í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 

Kosningar til ríkisstjóra í Kaliforníu gætu farið fram seinna á þessu ári ef íbúar Kaliforníu kjósa svo. Kosning verður í ríkinu um hvort íbúar vilji halda núverandi ríkisstjóra, Gavin Newsom, eða kjósa sér nýjan ríkisstjóra. 

Mikil óánægja hefur ríkt um störf Newsom undanfarið og nægilegur fjöldi hefur nú skrifað undir til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu. 

„Kaliforníubúar vilja betra, og eiga betra skilið frá ríkisstjóranum,“ sagði Jenner í tilkynningu sinni sem hún birti á Twitter. Jenner er sögð hafa sett saman teymi ráðgjafa og þar á meðal eru fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 

Jenner segir að atvinnustjórnmálamenn hafi ítrekað brotið loforð sín og að Kalifornía þurfi leiðtoga með framtíðarsýn.

Ef svo færi að Jenner tækist ætlunarverk sitt yrði hún fyrsta transmanneskjan í Bandaríkjunum til að gegna svo háttsettri stöðu. Í desember síðastliðnum varð Sarah McBride fyrsta transmanneskjan sem kosin var inn á öldungadeildarþing Bandaríkjanna. 

Ef Newsom verður kosinn úr embætti yrði það í fjórða skipti í sögu Bandaríkjanna sem ríkisstjóri er kosinn úr embætti. Síðast þegar það gerðist í Kaliforníu, fyrir 18 árum, endaði Arnold Schwarzenegger á ríkisstjórastóli.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.