Segir „Kardashian-bölvunina“ vera kjaftæði

Lamar Odom segir enga bölvun hvíla yfir Kardashian-fjölskyldunni.
Lamar Odom segir enga bölvun hvíla yfir Kardashian-fjölskyldunni. Rich Fury

Fyrrverandi körfuboltamaðurinn Lamar Odom segir að þeir sem haldi því fram að Kardashian-fjölskyldunni fylgi einhver bölvun séu fávitar. Allar fjölskyldur séu smá klikkaðar, þær séu bara ekki í sjónvarpinu eins og Kardashian-fjölskyldan. 

Odom var giftur einni systurinni, Khloé, en þau skildu árið 2016. 

Odom var spurður að því í viðtali við Vlad TV í þessu mánuði af hverju karlmenn, eins og hann og Kanye West, færu „í ruglið“ eftir að hafa átt í ástarsambandi við Kardashian-systur. Þá brást Odom ókvæða við og sagði þetta heimskulega fullyrðingu. 

„Af því að allir ganga í gegnum eitthvert rugl, fávitarnir ykkar. Ef ég tæki þína fjölskyldu upp og sæi allt það klikkaða sem hún væri að ganga í gegnum myndi fólk halda að þið væruð ansi klikkuð. Fólk myndi sjá alla fíklana, allt kynlífið, þau deila lífi sínu með þér, þess vegna sjáið þið allt,“ sagði Odom. 

Odom hefur gengið í gegnum ýmislegt síðan leiðir hans og Kardashian skildi. Hann hefur glímt við kynlífsfíkn og misnotað eiturlyf og áfengi. Hann segir það þó ekki tengjast því að hann hafi verið með Kardashian. 

Honum finnst hann frekar vera heppinn að hafa fengið að vera í fjölskyldunni um tíma. „Ég veit að á einhvern hátt er það ástæðan fyrir því að enn er fjallað um mig. Af því ég er ekki í boltanum ennþá,“ sagði Odom.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson