Húsvíkingar sáttir þrátt fyrir engan Óskar

Myndbandið var tekið upp á Húsavík.
Myndbandið var tekið upp á Húsavík. Skjáskot/YouTube

Lagið Húsavík  My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut ekki Óskarsverðlaunin. Lagið laut í lægra haldi fyrir Fight For You úr Judas and the Black Messiah.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir að það hefði bara verið rúsína í pylsuendanum ef lagið hefði unnið en Húsvíkingar upplifi samt sem áður sigur. 

„Við upplifum það engu að síður að við höfum unnið. Þetta var stórkostlegt kvöld. Æðislegt atriði og stelpurnar okkar og allir sem komu að þessu eru í skýjunum,“ segir Kristján í samtali við mbl.is.

„Við erum bara ótrúlega ánægð með þetta, þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri síðustu vikur. Ég held það sé lýsandi fyrir okkur Íslendinga að hafa náð að búa til svona myndband á einhverjum fimm dögum og náð að skila þessu svona glæsilega af sér á Óskarsverðlaununum. Það ber okkur góðan vitnisburð.“

Stúlkurnar í 5. bekk Borgarhólsskóla fönguðu hug og hjörtu heimsbyggðarinnar.
Stúlkurnar í 5. bekk Borgarhólsskóla fönguðu hug og hjörtu heimsbyggðarinnar.
Kristján Þór Magnússon og Örlygur Hnefill Örlygsson kæddu sig upp …
Kristján Þór Magnússon og Örlygur Hnefill Örlygsson kæddu sig upp fyrir kvöldið. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.