Aftur sakaður um framhjáhald

Khloé Kardashian og Tristan Thompson.
Khloé Kardashian og Tristan Thompson. Samsett mynd

Körfuboltakappinn Tristan Thompson er sakaður um að hafa haldið fram hjá raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian enn á ný. Instagramstjarnan Sydney Chase segist hafa átt í sambandi við hann í nokkrar vikur í kringum síðustu áramót. 

Chase greindi frá því í hlaðvarpsþættinum No Jumper að hún hefði hitt Thompson í nóvember í fyrra en hætt að hitta hann í janúar þegar hún áttaði sig á að hann væri ekki einhleypur. Hún segir að Thompson hafi haft samband daginn eftir afmæli True, dóttur hans og Kardashian, í apríl vegna þess að hann hafði heyrt af hlaðvarpsþættinum. 

„Í viðtalinu fékk ég spurningu frá Hayden vinkonu minni sem ég svaraði af hreinskilni,“ sagði Chase á samfélagsmiðlinum TikTok. „Hins vegar opinberaði ég persónulegar upplýsingar um Tristan sem ég biðst afsökunar á af því það er ekki í lagi og ég hefði ekki átt að gera það.“

Chase ítrekaði þó á TikTok að þau hefðu átt í sambandi og að það sem hún sagði í hlaðvarpsþættinum væri satt. 

Enn hefur ekkert heyrst úr herbúðum Thompsons og Kardashian. Þau eiga saman þriggja ára dóttur en hættu saman tæpu ári eftir fæðingu barnsins eftir að upp komst um framhjáhald Thompsons. Þau byrjuðu saman aftur í fyrra. 

@sydneychasexo

Yes the Tristan rumors are true... @haydenxrichelle @phonehomebabyet

♬ Passionfruit - Drake
View this post on Instagram

A post shared by Sydney🌹 (@sydneychasexo)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.