Britney vill tala sjálf við dómara

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Lögmaður tónlistarkonunnar Britney Spears segir að tónlistarkonan hafi óskað eftir því að fá að tala sjálf við dómarann í lögráðamannsmáli sínu. 

„Skjólstæðingur minn hefur óskað eftir áheyrn dómara þar sem hún getur sjálf komið máli sínu á framfæri,“ sagði Samuel Ingham í málsgögnum sem skilað var inn í gær. Hann óskaði eftir flýtimeðferð. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði 23. júní. 

Óljóst er hvort Spears muni koma fram í eigin persónu og hvað hún muni segja. Spears hefur áður gefið til kynna að hún vilji ekki að faðir hennar sé lögráðamaður hennar. 

Faðir hennar, Jamie Spears, hefur verið lögráðamaður hennar frá árinu 2008. Hann steig tímabundið til hliðar árið 2019 vegna veikinda og í kjölfarið óskaði Britney eftir því að hann tæki ekki aftur við. 

Undanfarið eitt og hálft ár hafa lögmenn Spears átt í stappi við föður hennar.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant