Nýi maðurinn í lífi Kardashian?

Van Jones er sagður vera nýi maðurinn í lífi Kim …
Van Jones er sagður vera nýi maðurinn í lífi Kim Kardashian. Samsett mynd

Sögusagnir eru nú á kreiki um að athafnakonan Kim Kardashian sé komin með nýjan kærasta. Fjölmiðlamaðurinn Van Jones á að vera sá heppni. Kardashian og Jones hafa þekkst í nokkur ár en þau eiga það sameiginlegt að vilja breyta fangelsismálum í Bandaríkjunum. 

Tveir mánuðir eru síðan Kardashian sótti um skilnað við tónlistarmanninn Kanye West en þau eiga saman fjögur börn. 

Kardashian hefur verið í lögfræðistarfsnámi við stofnun sem Jones kemur að, #cut50, en þau unnu einnig saman að því að fá Alice Johnson lausa úr fangelsi árið 2018. 

Jones var áður giftur Jönu Carter en þau skildu eftir 14 ára hjóband árið 2019. 

Vinir Kardashian hafa neitað sögusögnunum og sagt þau aðeins vera vini sem hafi unnið saman um langt skeið.

Van Jones og Kim Kardashian hafa unnið saman í nokkur …
Van Jones og Kim Kardashian hafa unnið saman í nokkur ár. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.