Hélt hún gæti drukkið eins og venjuleg manneskja

Kelly Osbourne.
Kelly Osbourne. VALERIE MACON

Kelly Osbourne hefur opnað sig um hvað var í gangi í lífi hennar þegar hún ánetjaðist áfengi og fíkniefnum aftur. Osbourne greindi frá því nýlega að hún hefði fallið eftir að hafa verið edrú í fjögur ár. 

„Ég veit ekki af hverju ég fékk taugaáfall í lok útgöngubannsins. Ég komst í gegnum þetta, allt var frábært og líf mitt fullkomið. Ég er þannig stelpa að þegar allt gengur vel þarf ég að fokka því aðeins upp og gera allt aðeins verra,“ sagði Osbourne í viðtali við Extra

„Ég er fíkill og ég hafði hugsað mér að nægur tími væri liðinn og ég gæti drukkið eins og venjuleg manneskja. Kemur í ljós að ég get það ekki og ég mun aldrei verða venjuleg. Ég veit ekki af hverju ég reyndi það. Þetta er ekki fyrir mig og það tók mig nokkra daga að fatta það, og þá hætti ég,“ sagði Osbourne.

Osbourne vildi greina frá falli sínu opinberlega til að minna þá sem glíma við fíkn á að þeir eru ekki einir.

„Þetta er nokkuð sem ég mun kljást við allt mitt líf. Þetta verður aldrei auðveldara. Að taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni vegferð, deila því sem maður gengur í gegnum, þannig getur maður hjálpað fólki. Þess vegna opnaði ég mig um þetta. Ég hefði getað sleppt því og enginn hefði vitað þetta,“ sagði Osbourne.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson