Myndi bara vilja eiga tvo maka

Willow Smith.
Willow Smith. AFP

Willow Smith, dóttir leikarahjónanna Wills Smiths og Jödu Pinkett-Smith, myndi bara vilja vera í sambandi með tveimur manneskjum í einu. Willow kom út sem fjölkær í nýjasta þætti þeirra mæðgna, Red Table Talk

Þar sagði Willow að hún hefði uppgötvað að hún vildi vera í fjölkæru sambandi, það er að segja, í sambandi með fleiri en einni manneskju í einu. Hún hefði þó hug á að eiga aðeins tvo maka. 

Í þættinum ræðir hún við móður sína, Pinkett-Smith, og móðurömmu, Adrienne Bandfield-Norris. Pinkett-Smith sagðist skilja hana vel en Bandfield-Norris spurði hana meira út í ákvörðun hennar. 

„Í fjölkæri líður mér eins og grunnstoðin sé frelsi til að skapa sambandsform sem virkar fyrir þig, í stað þess að stíga inn í einkvæni því að allir í kringum þig segja það vera rétt,“ sagði Willow. 

Amma hennar sagði að sér þætti fjölkæri snúast að mestu um kynlíf og að stunda mikið kynlíf. Willow sagði svo ekki vera og að í hennar vinahópi væri hún sú eina sem væri fjölkær. Hún stundaði líka sjaldnast kynlíf í þeim vinahópi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.