„Ég nenni ekki að sauma fleiri hendur“

Hauk­ur Heiðar Hauks­son bendir á að það sé hættulegt að …
Hauk­ur Heiðar Hauks­son bendir á að það sé hættulegt að skera frosnar beyglur með beittum hníf. Samsett mynd

Læknirinn Hauk­ur Heiðar Hauks­son, betur þekktur sem söngvari Diktu, benti fólki á Twitter á hvernig best er að skera frosnar beyglur. Hann segist ekki nenna að sauma fleiri hendur. Leyndarmálið er að setja beyglur fyrst í örbylgjuofninn og nota svo smurhníf. 

„Ef þú ætlar að fá þér beyglu úr frysti, settu hana fyrst í leiserinn í nokkrar sek og notaðu svo SMURHNÍF til að taka hana í sundur. Hún er skorin. Þú þarft ekki beittan hníf. Þú þarft ekki beittan hníf. Þú þarft ekki beittan hníf,“ skrifar Haukur Heiðar. „Ég nenni ekki að sauma fleiri hendur.“

Haukur Heiðar bendir að áður fyrr hafi frosnir hamborgarar verið vandamál. Nú kaupa hins vegar flestir ferska hamborgara og hafa beyglur tekið við. Mikið hefur verið fjallað um hvernig á að skera avókadó og algengt að fólk meiði sig við það að skera ávöxtinn. Haukur Heiðar vill þó meina að fleiri meiði sig við að skera frosnar beyglur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant