Fjölskyldumyndband setti allt á hliðina

Vilhjálmur og Katrín hafa sjaldan sýnt svo persónulega frá lífi …
Vilhjálmur og Katrín hafa sjaldan sýnt svo persónulega frá lífi sínu og í myndbandinu. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja gáfu út fjölskyldumyndband í tilefni af 10 ára brúðkaupsafmæli sínu í gær. Í myndbandinu sjást þau hjónin leika við börnin sín þrjú, Georg, Karlottu og Lúðvík, og hafa gaman af. 

Myndbandið hefur vakið mikla lukku hjá bresku þjóðinni sem og aðdáendum fjölskyldunnar um allan heim. Vel sést í myndbandinu hversu stór börnin eru orðin. Þau fara í fjöruferð, leika sér í garðinum heima og grilla sykurpúða. 

Vilhjálmur og Katrín hafa aldrei sýnt eins persónulega inn í líf sitt og í myndbandinu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.